Var aldrei vinsælasti krakkinn í grunnskóla

ÍÞRÓTTIR  | 3. desember | 15:00 
„Ég stundaði mikið af íþróttum þegar ég var yngri en sundið hafði einhvernvegin alltaf vinninginn,“ sagði Anton Sveinn McKee, margfaldur Íslandsmeistari í sundi og þrefaldur Ólympíufari, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Ég stundaði mikið af íþróttum þegar ég var yngri en sundið hafði einhvernvegin alltaf vinninginn,“ sagði Anton Sveinn McKee, margfaldur Íslandsmeistari í sundi og þrefaldur Ólympíufari, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Anton Sveinn, sem er 27 ára gamall, byrjaði að æfa sund þegar hann var fimm ára gamall en hann æfir og keppir fyrir sundfélagið Ægi.

Hann er fremsti sundmaður landsins í dag og hefur verið það undanfarin ár en hann hefur farið á þrenna Ólympíuleika á sínum ferli; London 2012, Ríó 2016 og Tókýó 2021.

„Mamma og pabbi fóru alltaf í sund eftir vinnu og þá var auðveldast að henda mér á sundnámskeið á meðan þau reyndu að slaka aðeins á,“ sagði Anton.

„Ég var aldrei vinsælasti krakkinn í grunnskóla og ég sundið var kannski minn griðastaður sem er klárlega ein af ástæðum þess að ég ákvað að velja sundið fram yfir aðrar íþróttir,“ sagði Anton.

Viðtalið við Anton Svein í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Þættir