Börnin sem setja sig í annað sæti

INNLENT  | 3. desember | 16:07 
Rannsóknir á aðstæðum barna sem alast upp í fátækt benda til að með tímanum upplifi þau að eiga ekki skilið að eignast þá hluti sem eðlilegt er að önnur börn í þeirra félagslega umhverfi eiga. „Þau hætta að biðja um hluti til að hlífa foreldrum sínum,“ segir Kolbeinn Stefánsson, dósent við HÍ.

Rannsóknir á aðstæðum barna sem alast upp í fátækt benda til að með tímanum upplifi þau að eiga ekki skilið að eignast þá hluti sem eðlilegt er að önnur börn í þeirra félagslega umhverfi eiga. „Þau hætta að biðja um hluti til að hlífa foreldrum sínum,“ segir Kolbeinn Stefánsson, dósent við HÍ, en hann er viðmælandi Berglindar Guðmundsdóttur í Dagmálum í dag.

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/hagsmunamal/225185/

Kolbeinn Stefánsson er dósent við Félagsráðgjafardeild HÍ og sérfræðingur í lífskjörum og velferðarmálum. Kolbeinn varði doktorsritgerð í félagsfræði frá Oxfordháskóla árið 2013 og starfaði á Hagstofu Íslands frá 2013 til 2020.

Í myndskeiðinu ræðir hann um rannsóknir á aðstæðum þessa viðkvæma hóps barna sem á undanförnum áratugum hafa í meiri mæli beinst að upplifunum barnanna sjálfra í stað þess að foreldrar þeirra svari spurningunum.

 

Þættir