Bjóst við liðinu tilbúnara til leiks

ÍÞRÓTTIR  | 3. desember | 20:37 
Pétur Már Sigurðsson þjálfari Vestra var fámáll eftir leik sinna manna gegn Njarðvíkingum í kvöld. Lið hans náði aldrei takti í kvöld og fannst honum liðið í raun gefa eftir full snemma í leiknum.

Pétur Már Sigurðsson þjálfari Vestra var fámáll eftir leik sinna manna gegn Njarðvíkingum í kvöld. Lið hans náði aldrei takti í kvöld og fannst honum liðið í raun gefa eftir full snemma í leiknum.

Hluta af því tók Pétur á sig þar sem fljótlega hafi hann gerst sekur um að fara að tuða í dómaratríó kvöldsins. 

Pétur sagði sína menn hafa átt fínar æfingar í landsleikjahléinu og bjóst við liðinu tilbúnara til leiks en sagðist eiga eftir að fara yfir þetta allt með sínum mönnum og laga það sem væri að. 

Þættir