Tilþrifin: Jóhann Berg hársbreidd frá marki

ÍÞRÓTTIR  | 4. desember | 20:26 
Jóhann Berg Guðmundsson komst næst því að skora fyrir Burnley er liðið mátti þola 0:1-tap á útivelli gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Jóhann Berg Guðmundsson komst næst því að skora fyrir Burnley er liðið mátti þola 0:1-tap á útivelli gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Jóhann átti fast skot í stöngina í fyrri hálfleik, en næst komst Burnley ekki. Þess í stað skoraði Callum Wilson sigurmarkið á 40. mínútu. Sigurinn er sá fyrsti hjá Newcastle, en bæði lið eru með 10 stig og í fallsæti.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

Þættir