Mörkin: Portúgalinn með magnað mark

ÍÞRÓTTIR  | 4. desember | 20:22 
Bernardo Silva átti stórleik í 3:1-útisigri Manchester City á Watford í lokaleik dagsins í ensku úrvaldsdeildinni í fótbolta.

Bernardo Silva átti stórleik í 3:1-útisigri Manchester City á Watford í lokaleik dagsins í ensku úrvaldsdeildinni í fótbolta.

Raheem Sterling kom City yfir snemma leiks en eftir það var komið að Silva sem bætti við öðru markinu í fyrri hálfleik og svo glæsilegu þriðja marki í seinni hálfleik. Cucho Hernández lagaði stöðuna fyrir Watford stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

Þættir