Mörkin: Brasilíumaðurinn með stórglæsilegt mark

ÍÞRÓTTIR  | 5. desember | 17:04 
Lucas Moura skoraði mark af dýrari gerðinni er Tottenham vann 3:0-stórsigur á heimavelli gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Lucas Moura skoraði mark af dýrari gerðinni er Tottenham vann 3:0-stórsigur á heimavelli gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Moura kom Tottenham yfir á 10. mínútu með þrumufleyg upp í skeytin. Davinson Sánchez og Heung-Min Son komust einnig á blað hjá Tottenham í öruggum sigri.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir