Mörkin: Bjargaði stigi og reif sig úr

ÍÞRÓTTIR  | 5. desember | 17:33 
Patrick Bamford bjargaði stigi fyrir Leeds með jöfnunarmarki á fimmtu mínútu uppbótartímans er liðið gerði 2:2-jafntefli við Brentford á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Patrick Bamford bjargaði stigi fyrir Leeds með jöfnunarmarki á fimmtu mínútu uppbótartímans er liðið gerði 2:2-jafntefli við Brentford á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Bamford var að leika sinn fyrsta leik síðan í september, þar sem hann hefur verið frá vegna meiðsla, en hann kom inn á sem varamaður á 68. mínútu.

Öll fjögur mörkin og aðrar svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir