Völlurinn: 4-2-2-2 kerfi United og bætt pressa

ÍÞRÓTTIR  | 6. desember | 9:15 
Í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi var rætt um fyrsta leik Ralfs Rangnicks, nýs bráðabirgðastjóra Manchester United, við stjórnvölinn.

Í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi var rætt um fyrsta leik Ralfs Rangnicks, nýs bráðabirgðastjóra Manchester United, við stjórnvölinn.

Þeir Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum Sport, og sparkspekingarnir Bjarni Þór Viðarsson og Gylfi Einarsson ræddu þær breytingar sem þegar má sjá og hverju megi eiga von á í framhaldinu frá Rangnick.

Í 1:0 sigri United gegn Crystal Palace í gær mátti sjá leikkerfisbreytingu. Fyrir leik var gert ráð fyrir að um hið hefðbundna 4-2-3-1 kerfi væri að ræða en það kom á daginn að stillt var upp í 4-2-2-2.

Þá þótti þeim sem pressa leikmanna United væri strax betri en hefur verið þó enn megi bæta hana.

Umræðurnar um Rangnick og United má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Þættir