70% af stórlöxunum veiðast í Selá

VEIÐI  | 30. desember | 13:15 
Selá í Vopnafirði er ein af þessum mögnuðu laxveiðiperlum sem Vopnafjörðurinn fóstrar. Áin er svo tær að undrum sætir. Þetta gerir það að verkum að veiðiálag á laxi er með hæsta móti enda sér hann fluguna langt að. Í myndbroti dagsins veiða þeir Sveinn Björnsson og Gísli Ásgeirsson Hamarshyl í Selá.

Selá í Vopnafirði er ein af þessum mögnuðu laxveiðiperlum sem Vopnafjörðurinn fóstrar. Áin er svo tær að undrum sætir. Þetta gerir það að verkum að veiðiálag á laxi er með hæsta móti enda sér hann fluguna langt að. Í myndbroti dagsins veiða þeir Sveinn Björnsson og Gísli Ásgeirsson Hamarshyl í Selá.

Af öllum þeim ám sem Sporðaköst hafa myndað í undir vatnsyfirborði er Selá sennilega sú eina sem hægt er að mynda bakka á milli. Skyggnið undir yfirborði er hreint út sagt magnað. Fæstar ár bjóða upp á meira skyggni en sem nemur nokkrum metrum. Í Selá kveður við annan tón.

Sjötíu prósent veiðiálag er á tveggja ára laxi í Selá en það þýðir að sjö af hverjum tíu stórlöxum sem ganga í ána veiðast. Veiðiálag á smálaxi er aðeins lægra eða fimmtíu prósent. Annar hver þeirra veiðist. Hluti af skýringunni er að þeir koma síðar í ána.

Hér sést vel hversu öflug veiðiaðferð hitchið er. Þegar litla plasttúban – gárutúban – skautar yfir laxinn í yfirborðinu er oft sem hann stenst ekki mátið.

Nú eru ekki nema fimm mánuðir þar til fyrstu laxveiðiárnar verða opnaðar á nýjan leik og aðeins tveir mánuðir í að sá silfraði fari að huga að heimferð til Íslands.

Það eru ekki nema þrír mánuðir þar til veiði á sjóbirtingi hefst og vötnin fara að opna eitt af öðru. Daginn er farið að lengja og þetta er allt upp á við.

Steingrímur Jón Þórðarson kvikmyndaði og klippti. Myndskeiðið er úr Sporðakastaþætti sem sýndur var vorið 2019 á Stöð 2.

Þættir