Snjó kyngir niður í Tókýó og flugferðum aflýst

ERLENT  | 6. janúar | 15:44 
Snjó hefur kyngt niður í Tókýó, höfuðborg Japan, í dag og hefur yfir hundrað innanlandsflugferðum verið aflýst vegna veðursins. Um er að ræða mestu ofankomu sem sést hefur í borginni í fjögur ár að sögn japönsku veðurstofunnar.

Snjó hefur kyngt niður í Tókýó, höfuðborg Japan, í dag og hefur yfir hundrað innanlandsflugferðum verið aflýst vegna veðursins. Um er að ræða mestu ofankomu sem sést hefur í borginni í fjögur ár að sögn japönsku veðurstofunnar.

Borgarbúar skýldu sér undir regnhlífum sínum og ýttu reiðhjólum sínum á undan sér þegar snjórinn tók að falla. Japanska veðurstofan varaði við því að allt að 10 sentímetrar af snjólag gæti fallið yfir 12 klukkustunda tímabil.

Er þetta í fyrsta sinn sem veðurstofan gefur út viðvörun vegna snjóþyngsla í borginni síðan árið 2018 en hún varaði m.a. við því að truflun gæti orðið á umferð vegna veðursins.

Snjókoman varð til þess að 53 komum og 66 brottförum til og frá Haneda-flugvellinum í Tókýó var aflýst, sagði talsmaður flugvallarins í samtali við fréttastofu AFP. Engum millilandaflugum hefur þó verið aflýst ennþá.

 

Hvetja íbúa borgarinnar til að gæta varúðar

Þá seinkaði sumum lestarferðum til og frá borginni vegna snjókomunnar, að því er járnbrautarstjóri lestarstöðvarinna JR greinir frá á vefsíðu lestarstöðvarinnar.

Japanska veðurstofan hvatti íbúa til að „gæta varúð vegna mikillar snjókomu“ í borginni, á samfélagsmiðlinum Twitter.

„Verið er að gefa út viðvaranir vegna snjóþyngsla og koma þær til með að vera útvíkkaðar eftir þörfum. Vinsamlegast fylgist með nýjustu veðurspám og upplýsingum um færð á vegum.“

 

Í Sensoji-hofinu, sem er vinsæll ferðamannastaður í miðborg Tókýó, mátti sjá fólk ganga framhjá rauðum súlum og gylltum bjöllum hofsins, klætt hefðbundnum kímónóum og trésandölum, þegar snjórinn tók að falla.

„Það er frekar óvenjulegt að það snjói svona mikið í Tókýó í janúar,“ sagði hinn 37 ára gamli Keiichi Masuda, íbúi í Tókýó, í samtali við AFP er hann flýtti sér heim eftir vinnu.

 

 

Þættir