Miklu mikilvægara en að eiga eitthvert drasl

ÍÞRÓTTIR  | 6. janúar | 13:46 
„Snjóbrettaíþróttin er orðin miklu meira fjölskyldusport en hún var,“ sagði Ylfa Rúnarsdóttir, atvinnukona á snjóbretti, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Snjóbrettaíþróttin er orðin miklu meira fjölskyldusport en hún var,“ sagði Ylfa Rúnarsdóttir, atvinnukona á snjóbretti, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Ylfa, sem er 27 ára gömul, fékk sitt fyrsta snjóbretti þegar hún var 13 ára gömul en þremur árum seinna hélt hún til Svíþjóðar í menntaskóla sem var með afreksbraut fyrir snjóbrettaiðkendur.

Hún er þekkt stærð í snjóbrettaheiminum í dag og skrifaði meðal annars undir samning við snjóbrettaframleiðandann Burton á síðasta ári.

„Ef þú ætlar að endast í þessari íþrótt þá þarftu að hugsa vel um sjálfan þig og passa upp á bæði svefninn, heilsuna og mataræðið,“ sagði Ylfa.

„Fólk pælir miklu meira í heilsunni í dag en það gerði og hjá mér snýst þetta ekki um einhverja peninga.

Mér finnst miklu mikilvægara að vera við góða heilsu frekar en að eiga eitthvert drasl,“ sagði Ylfa.

Viðtalið við Ylfu í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Þættir