Var 10 ára þegar hán kom út úr skápnum

INNLENT  | 7. janúar | 12:29 
Hekla Bjart­ur, 14 ára grunnskólanemi, var 10 ára þegar hán fattaði að hán væri hinsegin. Bjartur lýsir því í Dag­mál­um hvernig það var að koma út úr skápnum svo ungt og hvernig hán uppgötvaði að hán væri hvorki strákur né stelpa.

Hekla Bjart­ur Har­alds, 14 ára grunnskólanemi var 10 að verða 11 ára þegar hán fattaði að hán væri hinsegin. Hán lýsir því í Dag­mál­um, frétta- og menn­ing­ar­lífsþætti Morg­un­blaðsins, hvernig það var að koma út úr skápnum í fyrsta skipti svo ungt. 

Ekki löngu síðar uppgötvaði Bjartur að hán væri hvorki strákur né stelpa og kom út sem kynsegin einstaklingur en Bjartur notar persónufornafnið hán, er með mikla ástríðu fyrir hinseginmálefnum og er mikil fyrirmynd fyrir aðra hinsegin unglinga.

Vissi ekki hvað gleðigangan var

„Á þeim tíma vissi ég ekki hvað regnbogafáninn var. Við vorum með regnbogafána inni í stofu og fórum í gleðigönguna á hverju ári og ég vissi ekkert hvað það þýddi. Ég vissi ekkert að það tengdist, af því að það heitir bara gleðigangan og maður er bara glaður með regnboga,“ segir Bjartur.

Viðtalið við Heklu Bjart má heyra í heild sinni hér.

Þættir