Klífa klaka í miklum kulda

ERLENT  | 9. janúar | 15:46 
Ísklifurhátíð fór fram um helgina í bænum Sandstone í Minnesota í Bandaríkjunum. Þar komu saman klifurmenn sem hafa sérhæft sig í að klífa klaka vopnaðir ísexi.

Ísklifurhátíð fór fram um helgina í bænum Sandstone í Minnesota í Bandaríkjunum. Þar komu saman klifurmenn sem hafa sérhæft sig í að klífa klaka vopnaðir ísexi.

Dagurinn í dag verður nokkuð kaldur í Sandstone en gert er ráð fyrir um 27 gráðu frosti aðfaranótt morgundags en frostið fer niður í sautján stig síðdegis í dag.

Kuldinn og útsýnið heilla mest

Það truflaði þó ekki þátttakendur á hátíðinni. Ethan Baker segir eitt aðalatriði ísklifursins vera það að fást við mikinn kulda. Aðrir þátttakendur segja útsýnið helsta aðdráttaraflið:

„Það er það sem heillar mig. Þú ert á hljóðlátum stað og oft stödd einhvers staðar sem þú myndir, undir venjulegum kringumstæðum, aldrei vera,“ segir Catherine Schneider.

Ísklifur hefur notið nokkurra vinsælda meðal innlendra sem erlendra hérlendis. Hægt er að sækja námskeið fyrir byrjendur og fara í skipulagðar ferðir upp á bæði Sólheimajökul og Vatnajökul.

Þættir