Vill verða talsmaður fatlaðra

FÓLKIÐ  | 13. janúar | 15:10 
„Mig langar til að geta hjálpað fötluðu fólki meira,“ segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, dagskrárgerðarkona með meiru en hún er fyrir löngu orðin þjóðþekkt fyrir sitt hlutverk í þáttunum Með okkar augum. Hún er gestur Dagmála í dag þar sem hún ræðir við Berglindi Guðmundsdóttur um hugðarefni sín.

„Mig langar til að geta hjálpað fötluðu fólki meira,“ segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, dagskrárgerðarkona með meiru en hún er fyrir löngu orðin þjóðþekkt fyrir sitt hlutverk í þáttunum Með okkar augum. Hún er gestur Dagmála í dag þar sem hún ræðir við Berglindi Guðmundsdóttur um hugðarefni sín.

Í brotinu hér að ofan segir hún frá vilja sínum til að leggja meira af mörkum í málefnum fatlaðra í framtíðinni. Þar sé hún óhrædd við að taka slaginn. Það er henni hjartans mál að sjá jákvæðar breytingar í málaflokknum og að fá tækifæri til að standa með þeim sem brotið hefur verið á. Mikilvægt sé að þeir sem lifi með fötlunum af einhverju tagi fái talsmann sem skilji það betur.

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/daegurmal/226232/

Í þættinum ræðir hún meðal annars um Williams heilkennið sem hún fæddist með, ást sína á mat og Ítalíu. Fyrir tveimur árum tók hún þá ákvörðun að giftast sjálfri sér og segir að margt hafi breyst við þá ákvörðun, hún upplifir sig mun öruggari með sjálfa sig og tekur hringinn aldrei af sér.

Steinunn Ása hefur einstakt viðhorf sem við hin getum lært margt af. Hún er óhrædd við að láta drauma sína rætast, prufa nýja hluti, leita ráða og er ekki að eyða tíma í að hugsa það sem hefði getað farið öðruvísi heldur gerir hún þá bara betur næst.

Dagmál eru aðgengileg áskrifendum Morgunblaðsins en einnig er hægt að kaupa vikupassa.

 

 

Þættir