Mörkin: Eitt af mörkum tímabilsins

ÍÞRÓTTIR  | 15. janúar | 18:48 
James Ward-Prowse skoraði stórkostlegt mark fyrir Southampton er liðið mátti þola 1:3-tap á útivelli gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

James Ward-Prowse skoraði stórkostlegt mark fyrir Southampton er liðið mátti þola 1:3-tap á útivelli gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Ward-Prowse, sem er einn besti spyrnumaður ensku deildarinnar, skoraði markið með ótrúlegu skoti af mjög löngu færi. Því miður fyrir Ward-Prowse dugði markið hans skammt þar sem Raúl Jiménez, Conor Coady og Adama Traore skoruðu fyrir Wolves.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir