Mörkin: United missti niður forskot

ÍÞRÓTTIR  | 15. janúar | 19:47 
Philippe Coutinho var hetja Aston Villa í endurkomu sinni í enska fótboltann en hann skoraði jöfnunarmark liðsins í 2:2-jafntefli á heimavelli gegn Manchester United á heimavelli í kvöld eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Philippe Coutinho var hetja Aston Villa í endurkomu sinni í enska fótboltann en hann skoraði jöfnunarmark liðsins í 2:2-jafntefli á heimavelli gegn Manchester United á heimavelli í kvöld eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Bruno Fernandes kom United í 2:0 með mörkum í sitthvorum hálfleiknum en Villa neitaði að gefast upp og Jacob Ramsey minnkaði muninn áður en Coutinho skoraði jöfnunarmarkið, en hann kom að láni frá Barcelona á dögunum.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir