Mörkin: Afmælisbarnið Minamino skoraði

ÍÞRÓTTIR  | 16. janúar | 16:16 
Liverpool vann einkar þægilegan 3:0 sigur á Brentford á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Liverpool vann einkar þægilegan 3:0 sigur á Brentford á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sigurinn hefði hæglega getað verið stærri ef ekki hefði verið fyrir Álvaro Fernández í marki Brentford sem varði eins og berserkur.

Fabinho kom Liverpool yfir undir lok fyrri hálfleiks og þeir Alex Oxlade-Chamberlain og Takumi Minamino bættu við mörkum í þeim síðari. Minnstu munaði svo að hinn ungi og efnilegi Kaide Gordon bætti við fjórða markinu í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni en Fernández sá við honum.

Mörkin og tilþrif úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Leikur Liverpool og Brentford var sýndur beint á Síminn Sport.

Þættir