Margrét Lára: Lukaku illa innstilltur

ÍÞRÓTTIR  | 16. janúar | 16:56 
Sóknarleikur Chelsea í leik liðsins gegn Manchester City í gær var til umræðu í Vellinum í dag hjá þeim Tómasi Þór Þórðarsyni, Bjarna Þór Viðarssyni og Margréti Láru Viðarsdóttur.

Sóknarleikur Chelsea í leik liðsins gegn Manchester City í gær var til umræðu í Vellinum í dag hjá þeim Tómasi Þór Þórðarsyni, Bjarna Þór Viðarssyni og Margréti Láru Viðarsdóttur. Romelu Lukaku var þá sérstaklega tekinn fyrir en hann þótti ekki standa sig vel í leiknum.

„Ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum með Lukaku í gær. Mér fannst hann illa innstilltur, halda boltanum illa og taka lélegar ákvarðanir með boltann. Mér fannst hann ekki í takti við leikinn,“ sagði Margrét Lára meðal annars.

Umræðuna í heild sinni má sjá hér að ofan.

Leikur Manchester City og Chelsea var sýndur beint á Síminn Sport.

Þættir