Sá aldrei kókaín

INNLENT  | 17. janúar | 15:16 
Tómas A. Tómasson, eða Tommi á Búllunni eins og margir þekkja hann, þingmaður og veitingamaður til margra ára, segir frá því hvernig hann endaði í meðferð og tókst á við óreglu í lífi sínu í Dagmálum.

Tómas A. Tómasson, eða Tommi á Búllunni eins og margir þekkja hann, þingmaður og veitingamaður til margra ára, segir frá því hvernig hann endaði í meðferð og tókst á við óreglu í lífi sínu í Dagmálum. 

Tómas er gestur Karítasar Ríkharðsdóttur í Dagmálum þar sem farið er um víðan völl. Reksturinn í gegnum árin, framboðið og stjórnmálin og margt fleira er rætt í þættinum. 

Tómas segir að óregla hans hafi fyrst og fremst stafað af drykkju. Í þá daga hafi kókaín ekki fyrirfundist í skemmtanalífinu en sumir hafi reykt hass. 

„Ókei, ég skal fara í þessa fjandans meðferð“

Hann hafi síðan farið á slæmt fyllerí á Hótel Sögu og verið sagt að hann þyrfti að fara í meðferð. „Ég sagði bara nei, mér hraus hugur við því. En hann kom aftur og aftur, dag eftir dag. Ég var orðinn svo þreyttur á honum að ég sagði: Ókei, ég skal fara í þessa fjandans meðferð. Svo á laugardagsmorgni 28. júní 1980 var komið og náð í mig og ég var keyrður upp á Silungapoll, and the rest is history,“ segir Tómar stórskemmtilega frá. 

 Viðtalið við Tómas má sjá í heild sinni hér.

Þættir