Sjáðu Sigga Gunnars fara á kostum í fyrri bingóþáttum

FÓLKIÐ  | 18. janúar | 13:03 
Siggi Gunnars fór heldur betur á kostum í síðustu bingóþáttaseríu í hlutverki bingóstjóra – þeir gerast ekki hressari bingóstjórarnir.

Siggi Gunnars fór heldur betur á kostum í síðustu bingóþáttaseríu í hlutverki bingóstjóra. Frumleikinn við að þylja upp bingótölurnar var í forgrunni hjá Sigga enda er hann enginn venjulegur bingóstjóri  þeir gerast nú varla hressari og skemmtilegri. 

Hver man ekki eftir fíflaskyrtunni og ibbulóló 17? Að ógleymdum bumbutralla 2 og ýmsum danstöktum sem kitluðu hláturtaugarnar.

Siggi Gunnars hefur engu gleymt og lofa þau Eva Ruza tvíefldu bingóstuði næstkomandi fimmtudag, kl. 19.00, í beinni útsendingu hér á mbl.is og á rás 9 á Sjónvarpi Símans. 

Smelltu á myndbandið og rifjaðu upp fjörið.

Þættir