Tók smá tíma að brjóta þá

ÍÞRÓTTIR  | 20. janúar | 20:29 
Logi Gunnarsson fyrirliði Njarðvíkinga var að vonum sáttur með sigur sinna manna gegn Þór í Subwaydeildinni í kvöld.

Logi Gunnarsson fyrirliði Njarðvíkinga var að vonum sáttur með sigur sinna manna gegn Þór í Subwaydeildinni í kvöld.

Logi sagði leikinn hafa verið fínan og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Logi bætti við að liðið væri að bæta enn við leik sinn og byggja á þeim góðu sigrum sem liði hefur náð gegn Keflavík og svo Þórsurum úr Þorlákshöfn.

Logi sagði að þrátt fyrir enga áhorfendur væru hans menn ekki í vandræðum með að gíra sig upp í svona leiki stemmningslega séð. Þeir ættu að vera orðnir vanir þessu frá því í fyrra. 

Þættir