Veist aldrei hverjum Chelsea stillir upp

ÍÞRÓTTIR  | 23. janúar | 11:21 
Owen Hargreaves, fyrrverandi leikmaður Manchester United og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, segir Chelsea hafa yfir að skipa mun breiðari og sterkari leikmannahópi en Tottenham Hotspur.

Owen Hargreaves, fyrrverandi leikmaður Manchester United og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, segir Chelsea hafa yfir að skipa mun breiðari og sterkari leikmannahópi en Tottenham Hotspur.

„Chelsea hefur yfir fleiri sterkum varamönnum að skipa sem þeir geta reitt sig á. Þeir eru með stærri leikmannahóp og meiri breidd.

Þeir eru með svo marga leikmenn, þú veist aldrei fyllilega hverjir eru að fara að spila. Þeir hafa úr svo mörgum möguleikum að velja. Með þennan hóp ætti Chelsea að vinna leikinn,“ sagði Hargreaves.

Í spilaranum hér að ofan fer hann einnig yfir þá leikmenn sem hann telur vera lykilmenn Chelsea og Tottenham.

Leikur Chelsea og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni hefst klukkan 16.30 í dag og verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport. Upphitun hefst hálftíma fyrr.

Þættir