Klopp er ótrúlegur knattspyrnustjóri

ÍÞRÓTTIR  | 21. janúar | 22:53 
„Hann er ótrúlegur knattspyrnustjóri,“ sagði James Milner, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, í viðtali við Tómas Þór Þórðarson á Síminn Sport þegar rætt var um stjóra Liverpool Jürgen Klopp.

„Hann er ótrúlegur knattspyrnustjóri,“ sagði James Milner, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, í viðtali við Tómas Þór Þórðarson á Síminn Sport þegar rætt var um stjóra Liverpool Jürgen Klopp.

Klopp tók við stjórnartaumunum hjá félaginu í október 2015 þegar Brendan Rodgers var rekinn frá félaginu.

Uppgangur Liverpool hefur verið mikill undir stjórn Klopps en liðið hefur orðið Englandsmeistari, Evrópumeistari og heimsmeistari félagsliða undir stjórn þýska stjórans.

„Hann býr yfir ótrúlegri orku og er hoppandi og skoppandi endalaust á hliðarlínunni sem gefur okkur mikla orku,“ sagði Milner.

„Það er mikil pressa á bæði honum og öllu þjálfarateyminu en hann hefur lagt á sig mikla vinnu fyrir félagið síðan hann kom,“ sagði Milner meðal annars.

Þættir