Með ljón á hælunum

INNLENT  | 21. janúar | 12:46 
Áróra Elí Vigdísardóttir ferðaðist vítt og breitt um heiminn á menntaskólaárunum.

Áróra útskrifaðist síðasta vor úr ferðamenntaskólanum og er nú í pásu frá námi. Hún notar tímann til að vinna og safna sér aur fyrir næstu ævintýrum, auk þess sem hún æfir klassískan dans.

 „Ég er aðeins að njóta lífsins áður en ég held áfram í námi. Ég komst inn í leiklistarskóla í LA en ákvað að bíða í eitt ár, sem er góð ákvörðun í ljósi þess að það er Covid,“ segir Áróra og segist stefna á að vinna sem leikari, handritshöfundur og kvikmyndatökumaður, en í skólanum lærir hún sitt lítið af hverju.  

Við förum að slá botninn í samtalið en blaðamaður spyr að lokum hvort hún hafi einhvern tímann lent í hættu á ferðalagi sínu um heiminn.

„Já, í Panama vorum við að mála á veggi og þarna í hverfinu voru oft glæpagengi. Það var passað vel upp á okkur, en eitt sinn keyrði aðalglæpaforinginn fram hjá okkur,“ segir hún kímin.

„Svo í Afríku var maður stundum hræddur. Eitt sinn tjölduðum við úti í náttúrunni og þegar við vöknuðum voru ljónafótspor fyrir aftan tjaldið. Og við heyrðum í ljóni sem var að elta okkur. En eftir á er þetta æðisleg upplifun,“ segir hún og segir að í annað skipti hafi þau lent í fílahjörð.

„Við þurftum að færa tjöldin okkar af því að það var von á fílafjörð,“ segir hún og hlær.

Nánar má heyra um ævintýri Áróru í Dagmálsþætti á mbl.is. 

Þættir