Mörkin: Utanfótar í bláhornið

ÍÞRÓTTIR  | 22. janúar | 19:52 
Kyle Walker-Peters skoraði huggulegt mark þegar hann kom Southampton í 1:0 forystu gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Kyle Walker-Peters skoraði huggulegt mark þegar hann kom Southampton í 1:0 forystu gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Walker-Peters kláraði þá með afar huggulegu utanfótarskoti. Aymeric Laporte jafnaði fyrir City í seinni hálfleik og þar við sat.

Svipmyndir frá leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir