Mörkin: Liverpool fékk umdeilt víti

ÍÞRÓTTIR  | 23. janúar | 17:53 
Fabinho gulltryggði 3:1-útisigur Liverpool á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag með umdeildu marki.

Fabinho gulltryggði 3:1-útisigur Liverpool á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag með umdeildu marki.

Markið kom af vítapunktinum eftir að Diogo Jota fór niður innan teigs eftir árekstur við Vicente Guaita í marki Palace en ekki voru allir sammála um að brot hafi átt sér stað.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir