Eiður: Ef við ætlum að vera karlmenn, þá já

ÍÞRÓTTIR  | 23. janúar | 20:24 
Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í kvöld.

Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í kvöld.

Á meðal þess sem þeir ræddu var leikur Tottenham og Chelsea en Eiður lék með báðum liðum á ferli sínum. Chelsea vann 2:0 en Harry Kane skoraði mark í fyrri hálfleik sem var dæmt af.

Kane braut á Thiago Silva og voru Gylfi og Eiður sammála um að Silva hafi farið auðveldlega niður en það hafi verið klókt hjá Brasilíumanninum reynslumikla.

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir