„Ólympíuleikarnir í markaðssetningu“

INNLENT  | 24. janúar | 12:19 
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að nú þegar líkur bendi til að Covid sé á lokametrunum, þá hefjist Ólympíuleikarnir í markaðssetningu um ferðamanninn. Hann segir ljóst að hin alþjóðlega samkeppni verði gríðarleg á næstu mánuðum.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að nú þegar líkur bendi til að Covid sé á lokametrunum, þá hefjist Ólympíuleikarnir í markaðssetningu um ferðamanninn. Hann segir ljóst að hin alþjóðlega samkeppni verði gríðarleg á næstu mánuðum.

Hann hefur þá trú að ferðamenn taki upp fyrri venjur og býst ekki við breyttu ferðamynstri. Þeir sem hafi helst viljað fara á sólarströnd haldi því áfram á sama megi segja um ferðamenn sem vilja upplifa náttúru og ævintýri eins og Ísland hefur upp á að bjóða. Þetta segir hann koma fram í alþjóðlegum könnunum um ferðavilja almennings.

Jóhannes Þór er gestur Dagmála í dag og ræðir þar stöðu ferðaiðnaðarins og hvernig best sé að vinna úr þeirri skuldahengju sem vofi yfir greininni. Þá horfir hann fram í tímann og metur stöðu greinarinnar þegar og ef Covid er á undanhaldi.

Þættir