Istanbúl-flugvöllur opnar eftir kafaldsbyl

ERLENT  | 26. janúar | 9:19 
Starfsemin á fjölfarnasta flugvelli Evrópu í Istanbúl, Tyrklandi, er smám saman að komast í eðlilegt horf eftir að honum var lokað í gær vegna mikils fannfergis.

Starfsemin á fjölfarnasta flugvelli Evrópu í Istanbúl, Tyrklandi, er smám saman að komast í eðlilegt horf eftir að honum var lokað í gær vegna mikils fannfergis.

Yfirmaður Turkish Airlines greindi frá þessu. 

Istanbúl-flugvöllur lokaði í gær í fyrsta sinn síðan hann tók við af gamla Ataturk-flugvellinum sem helsta miðstöð Turkish Airlines árið 2019. Meðfylgjandi er myndskeið AFP-fréttastofunnar frá því í gær sem sýnir ástandið í Istanbúl, þar sem 16 milljónir manna búa. 

Reiðir farþegar kvörtuðu á Twitter yfir skorti á reglulegum upplýsingum frá starfsmönnum í tyrknesku ferðamennskunni og lélegri þjónustu. Sumir farþegar kröfðust hótelgistingar.

 

Starfsmenn flugvallarins sögðu við AFP-fréttastofuna í morgun að aðeins væri búið að ryðja snjó af einni af þremur flugbrautum flugvallarins. Klukkan 10 er engu að síður búist við því að fjöldi flugvéla taki á loft og ferðist bæði innanlands og í alþjóðlegu flugi. 

Kafaldsbylurinn sem gekk yfir Istanbúl um síðustu helgi lamaði umferðina í borginni, auk þess sem hann hafði áhrif grunnþjónustu af ýmsum toga. Á sumum stöðum náði jafnfallinn snjórinn 85 sentímetra hæð.

Þættir