Íbúðir í byggingu aðeins brot af þörfinni

VIÐSKIPTI  | 3. mars | 14:19 
Vignir S. Halldórsson rekur byggingafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að sá fjöldi íbúða sem nú eru í byggingu dugi engan veginn til að vinna á þeim mikla fasteignaskorti sem nú ríkir.

Vignir S. Halldórsson rekur byggingafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að sá fjöldi íbúða sem nú eru í byggingu dugi engan veginn til að vinna á þeim mikla fasteignaskorti sem nú ríkir.

Hann bendir á að hlutdeildarlán fyrir yngra fólk og þá sem eru að kaupa fyrstu íbúð sé góð leið. Vandinn sé hins vegar sá að það sé alveg sama hversu mörgum milljörðum ríkir veitir í fasteignakaup á meðan að framboðið er aðeins brot af því sem eftirspurn er eftir. Það þýði einfaldlega að þrýstingur aukist á þær eignir sem til eru og verðið haldi áfram að hækka.

Hann telur að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu verði að vinna saman að málinu og kalla sem flesta að borðinu. Ekki bara greiningadeildir bankanna og stjórnmálamenn.

Það verði að snarauka framboð á lóðum og það strax. Þá er það hans skoðun að einföldun á regluverki geti líka hraðað þessum málum.

Vignir er gestur Dagmála, en þátturinn er aðgengilegur áskrifendum. 

Þættir