Dæmi um að læknar sniðgangi mikilvægar mælingar

FÓLKIÐ  | 13. apríl | 20:38 
Kristjana Marín Ásbjörnsdóttir, lífeindafræðingur og formaður Skjaldar, félags um skjaldkirtilssjúkdóma, segir vera til dæmi um að fólk með einkenni skjaldkirtilssjúkdóma fari í blóðprufu og fái upplýsingar frá lækni um að allt sé eðlilegt. Þegar fólk fær svo niðurstöðurnar í hendurnar kemur allt annað í ljós. Þekkist það vel að einhverjar mjög mikilvægar mælingar vanti eins og til dæmis skjaldkirtilsmælinguna.

Kristjana Marín Ásbjörnsdóttir, lífeindafræðingur og formaður Skjaldar, félags um skjaldkirtilssjúkdóma, segir vera til dæmi um að fólk með einkenni skjaldkirtilssjúkdóma fari í blóðprufu og fái upplýsingar frá lækni um að allt sé eðlilegt. Þegar fólk fær svo niðurstöðurnar í hendurnar kemur allt annað í ljós. Þekkist það vel að einhverjar mjög mikilvægar mælingar vanti eins og til dæmis skjaldkirtilsmælinguna. Kristjana Marín hefur bæði haft áhuga og þekkingu á að rýna í læknisfræðilegar niðurstöður og hefur oftar er einu sinni rekið sig á vöntun mikilvægra mælinga.

Aðal mælieining skjaldkirtilsins er hormón sem nefnist TSH-hormón (e. thyroid stimulating hormone). Sú mælieining greinir um leið hvort um óeðlilega starfsemi skjaldkirtilsins er að ræða en dæmi eru um að þá mælingu vanti þegar lesið er í niðurstöður. Þrátt fyrir að læknar sannfæri skjólstæðinga sína um að allt starfi með eðlilegum hætti. 

Þær Kristjana Marín og Rakel Jónsdóttir eru gestir Berglindar Guðmundsdóttur í Dagmálum þar sem þær ræða opinskátt um baráttu sína við skjaldkirtilssjúkdóma í gegnum tíðina. 

Þættir