„Allt annað lið hjá okkur í dag“

ÍÞRÓTTIR  | 22. apríl | 21:45 
Haiden Palmer átti frábæran leik í liði Hauka þegar liðið vann öruggan 82:62-sigur á Njarðvík í öðrum leik úrslitaeinvígis Íslandsmótsins í körfuknattleik í Njarðvík í kvöld.

Haiden Palmer átti frábæran leik í liði Hauka þegar liðið vann öruggan 82:62-sigur á Njarðvík í öðrum leik úrslitaeinvígis Íslandsmótsins í körfuknattleik í Njarðvík í kvöld.

Sneru blaðinu við með sannfærandi sigri

„Öllu! Við gerðum svo margt rangt í síðasta leik þannig að í þessum leik einbeittum við okkur meira að því að vera fastar fyrir líkamlega,“ sagði Palmer í samtali við mbl.is, spurð að því hverju Haukar hafi breytt frá fyrsta leik einvígisins, sem tapaðist.

„Við erum með mjög líkamlegt og sterkt lið. Við vorum með meiri orku og betri samskipti. Það var í rauninni allt, þetta var allt annað lið hjá okkur í dag,“ bætti hún við.

Spurð hvort Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, hafi gert miklar taktískar breytingar fyrir leikinn í kvöld sagði Palmer:

„Hann breytti einhverju smávægilegu hér og þar en við vorum ekki að framfylgja miklu af taktíkinni í fyrsta leiknum því við vorum ekki að tala nægilega vel saman. Við höfðum ekki þann kraft. Aðalatriðið var að koma saman sem lið og sýna fram á meiri orku.“

Viðtalið við Palmer, sem var stigahæst í leiknum með 22 stig, má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Þættir