Tilfinningin er sú að við vorum betri

ÍÞRÓTTIR  | 24. apríl | 20:35 
Sindri Kristinn Ólafsson markmaður Keflvíkinga var hundfúll með úrslit kvöldins þegar hans menn tóku á móti Valsmönnum í Bestu deildinni í fótbolta og töpuðu 0:1.

Sindri Kristinn Ólafsson markmaður Keflvíkinga var hundfúll með úrslit kvöldins þegar hans menn tóku á móti Valsmönnum í Bestu deildinni í fótbolta og töpuðu 0:1. 

Sindri talaði ekkert undir rós og fannst sitt lið hafa verið heilt yfir betra í kvöld og átt meira skilið úr leiknum.

Sindri sagði að Keflavíkingar, þrátt fyrir slæmar spár fyrir mót, ættu svo sannarlega heima í deild þeirra bestu en þyrftu að fara að koma inn stigum.

Þættir