Nú er tækifæri til að hampa bikar

ÍÞRÓTTIR  | 28. apríl | 23:20 
Bjarni Magnússon þjálfari kvennaliðs Hauka í körfuknattleik sagðist gríðarlega sáttur með að ná í sigur gegn Njarðvíkingum í kvöld og skipt það hann engu þó að leikurinn í heild sinni hafi ekki verið áferðarfallegur.

Bjarni Magnússon þjálfari kvennaliðs Hauka í körfuknattleik sagðist gríðarlega sáttur með að ná í sigur gegn Njarðvíkingum í kvöld og skipt það hann engu þó að leikurinn í heild sinni hafi ekki verið áferðarfallegur. 

Sigurinn hafi verið markmiðið og því var náð. Bjarni sagðist hafa breytt aðeins skipulagi liðsins fyrir kvöldið þrátt fyrir að það væri kannski endilega ástæða þess að þær hafi verið að tapa sínum leikjum.

Bjarni sagði Njarðvíkurliðið vera hörkulið sem spilar góða vörn og að hans stúlkur hafi á stundum í einvíginu ekki verið að ná að svara þeirra leik nægilega vel og þá sérstaklega á heimavelli en nú gæfist tækifæri að hampa bikar í fyrsta skipti í Ólafssal á sunnudaginn kemur.

Þættir