Snekkja sem tengist Pútín kyrrsett

ERLENT  | 8. maí | 9:57 
Ítölsk yfirvöld hafa kyrrsett um 90 milljarða króna risavaxna snekkju sem er hugsanlega í eigu Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta.

Ítölsk yfirvöld hafa kyrrsett um 90 milljarða króna risavaxna snekkju sem er hugsanlega í eigu Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta.

Viðgerð hefur staðið yfir á snekkjunni, sem ber heitið Scheherazade, í höfn í Tuscany-héraði síðan í september í fyrra.

Snekkjan er 140 metra löng. 

Ítalska fjármálaráðuneytið sagði að eigandi snekkjunar tengist „völdum innan rússnesku ríkisstjórnarinnar“.

Snekkjan var kyrrsett fyrir tilstuðlan refsiaðgerða Evrópusambandsins vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Þættir