Mörkin: De Bruyne skoraði fernu

ÍÞRÓTTIR  | 11. maí | 21:57 
Óhætt er að segja að Kevin De Bruyne hafi átt stórleik fyrir Manchester City þegar liðið vann 5:1-stórsigur á Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld.

Óhætt er að segja að Kevin De Bruyne hafi átt stórleik fyrir Manchester City þegar liðið vann 5:1-stórsigur á Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld.

De Bruyne gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur fyrstu mörk Man. City áður en Raheem Sterling skoraði fimmta markið seint í leiknum.

Leander Dendoncker skoraði eina mark Úlfanna. Þá jafnaði hann metin í 1:1 en í kjölfarið sáu heimamenn ekki til sólar.

Öll mörk leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þættir