Hrossabjúga og ananas fara ekki vel saman

INNLENT  | 14. maí | 16:16 
Þórarinn Ævarsson, spaðakóngur, fer ótroðnar slóðir á flestum sviðum. Í kosningabaráttunni hefur hann nýtt pizzagerð til að skýra út af hverju hann vill breyta nálgun Kópavogsbæjar á skipulagsmál.

Þórarinn Ævarsson, spaðakóngur, fer ótroðnar slóðir á flestum sviðum. Í kosningabaráttunni hefur hann nýtt pizzagerð til að skýra út af hverju hann vill breyta nálgun Kópavogsbæjar á skipulagsmál.

Hann setti á netið myndband með þessum hugrenningum sínum og hefur það farið sem eldur í sinu síðustu daga. Hann leit óvænt við í heimsókn í Hádegismóum fyrr í dag og tók hús á þeim Andrési Magnússyni og Stefáni Einari Stefánssyni. Í Dagmálasettinu settust þeir niður og tóku tal saman og síðast en ekki síst, brögðuðu á ferlegu skipulagsslysi í formi pizzu sem hafði að geyma álegg á borð við gróft skorna hrossabjúgu, maísstöngla og grænar baunir.

Sjón er sögu ríkari. 

 

  

Þættir