„Auðvitað vill maður alltaf meira“

INNLENT  | 15. maí | 3:01 
„Að sjálfssögðu vill maður það,“ sagði Kristinn Jón Ólafsson, sem skipar fjórða sæti á lista Pírata í Reykjavík, spurður af blaðamanni mbl.is á kosningavöku Pírata hvort hann myndi vonir við að ná inn sem borgarfulltrúi

„Að sjálfssögðu vill maður það,“ sagði Kristinn Jón Ólafsson, sem skipar fjórða sæti á lista Pírata í Reykjavík, spurður af blaðamanni mbl.is á kosningavöku Pírata hvort hann myndi vonir við að ná inn sem borgarfulltrúi 

Samkvæmt nýjustu tölum fá Píratar þrjá borgarfulltrúa, en þeir hafa nú tvo eftir kosningarnar 2018. 

„Í rauninni erum við að stækka verulega og að bæta við okkur fylgi,“ segir Kristinn sem bætir við; „Það má eiginlega tala um að það sé sigur fyrir okkur.“

Þættir