Finnar munu sækja um aðild að NATO

ERLENT  | 15. maí | 16:36 
Ríkisstjórn Finnlands tilkynnti formlega í dag að ríkið muni hefja umsóknarferlið til að ganga í Atlants­hafs­banda­lagið (NATO). Þá tilkynnti forsætisráðherra Svíþjóðar að hún muni setja fram tillögu um aðild að NATO fyrir þingið á morgun.

Ríkisstjórn Finnlands tilkynnti formlega í dag að ríkið muni hefja umsóknarferlið til að ganga í Atlants­hafs­banda­lagið (NATO). Þá tilkynnti forsætisráðherra Svíþjóðar að hún muni setja fram tillögu um aðild að NATO fyrir þingið á morgun.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/05/14/raeddi_vid_putin_um_adildina_ad_nato/

Ákvörðunin er mikill viðsnúningur frá fyrri stefnu Finna í varnarmálum um hernaðarlegt hlutleysi, sem hefur verið í gildi í tæp 75 ár.

„Þetta er sögulegur dagur. Nýtt tímabil er að hefjast,“ sagði Sauli Niinisto Finnlandsforseti á blaðamannafundi í dag. 

Viðkvæm staða

Jafnaðarmannaflokkur Svíþjóðar, sem myndar núverandi minnihlutastjórn í Svíþjóð, ákvað í dag að mæla með því að Svíar sæki um aðild að NATO.

Á blaðamannafundi rétt í þessu sagði Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, að ríkið þyrfti á örygginu, sem NATO tryggir, að halda.

 

Hún bætti við að ef ríkið myndi ekki ganga til liðs við NATO yrði Svíþjóð eina ríkið af Eystrasaltsríkjunum sem væri ekki í bandalaginu og því í „mjög berskjaldaðri stöðu“.

Andersson sagði að Svíþjóð yrði í mjög viðkvæmri stöðu á meðan umsóknarferlið stæði yfir en að ferlið yrði samrýmt eins og hægt væri við umsóknarferli Finna.

Aðild Finna og Svía að NATO verður að vera samþykkt af öllum 30 aðildarríkjum bandalagsins. 

Þættir