Tilþrifin: Markvörðurinn hreyfði sig ekki

ÍÞRÓTTIR  | 15. maí | 13:45 
Harry Kane var hetja Tottenham í 1:0-heimasigrinum í Burnley í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Harry Kane var hetja Tottenham í 1:0-heimasigrinum í Burnley í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Kane skoraði sigurmarkið í uppbótartíma fyrri hálfleiks úr vítaspyrnu eftir að Ashley Barnes fékk boltann í höndina innan teigs. Vítið var afar öruggt hjá Kane og Nick Pope í marki Burnley hreyfði sig ekki.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

Þættir