Finnar framleiða NATO bjór

ERLENT  | 20. maí | 19:06 
„Hann bragðast af öryggi með keim af frelsi,“ segir eigandinn Petteri Vanttinen.

Finnskt brugghús framleiðir NATO bjór í tilefni umsóknar Finna í Atlantshafsbandalagið.

„Hann bragðast af öryggi með keim af frelsi,“ segir eigandinn Petteri Vanttinen. Hann segir að brugghúsið sé lítið og starfsfólk þess geri sitt besta til að anna eftirspurn, en ekki sé útlit fyrir að það takist.

„Við gerðum þennan bjór í tilefni aðildarumsóknar Finna í NATO nú í vor en vegna þess að umsóknin hefur formlega verið send inn hugsuðum við hvers vegna ekki að fagna einhverju svona góðu. Flestir í Finnlandi finnast þetta vera gott mál,“ segir Vanttinen.

Þættir