Gríðarlega sætt að vinna FH

ÍÞRÓTTIR  | 22. maí | 20:35 
Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflvíkinga var gríðarlega sáttur með sigur sinna manna á FH í sjöundu umferð Bestu deildar Karla í knattspyrnu í dag.

Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflvíkinga var gríðarlega sáttur með sigur sinna manna á FH í sjöundu umferð Bestu deildar Karla í knattspyrnu í dag. 

„Þetta var gríðarlega sætt, mjög gaman að vinna FH, og þetta var stór áfangi fyrir mig allavegna sem leikmann, ég hef aldrei unnið FH í íslandsmóti, þannig að mér þótti þetta virkilega sætt," sagði Sindri  við mbl.is eftir lelikinn.

Sindri talaði um það hvernig Keflvíkingar hefðu þurft að lúta í lægra haldi gegn stóru liðunum í deildinni. „Við sýndum loksins að við getum alveg staðið í öllum þessum liðum," sagði markvörðurinn.

Sindri talaði um nágrannaslaginn við Njarðvíkinga í bikarnum á miðvikudaginn næstkomandi.

„Njarðvíkingarnir hafa farið hrikalega vel af stað og við gerum okkur fulla grein fyrir því að þótt að þeir séu í 2. deild þá eru þeir alveg, ég myndi segja miðlungs fyrstudeildarlið, þannig við getum ekkert mætt eitthvað værukærir og tekið þá með vinstri."

Sindri sagði að Keflvíkingar væru í framhaldi af því að fara að mæta upp á Akranes í 50/50 leik gegn Skagamönnum og að þeir ætluðu að hefna fyrir tapið á síðasta tímabili.

Þættir