Mörkin: Fimm mörk í seinni hálfleik

ÍÞRÓTTIR  | 22. maí | 22:34 
Leicester kláraði tímabilið í ensku úrvalsdeildinni með stæl því liðið vann 4:1-heimasigur á Southampton í lokaumferðinni í dag.

Leicester kláraði tímabilið í ensku úrvalsdeildinni með stæl því liðið vann 4:1-heimasigur á Southampton í lokaumferðinni í dag.

Staðan í hálfleik var markalaus en James Maddison og Jamie Vardy skoruðu fyrir Leicester áður en varamaðurinn Ayoze Pérez bætti við tveimur mörkum. James Ward-Prowse skoraði mark Southampton úr víti.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Þættir