Enska úrvalsdeildin kvödd þetta tímabilið (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 23. maí | 14:17 
Frábæru tímabili í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla lauk í gær með æsilegum endaspretti í lokaumferðinni.

Frábæru tímabili í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla lauk í gær með æsilegum endaspretti í lokaumferðinni.

Manchester City varði Englandsmeistaratitil sinn eftir magnaða endurkomu þar sem Liverpool hlaut 92 stig en varð að gera sér annað sætið að góðu, einu stigi á eftir Man. City.

Tottenham Hotspur tryggði sér fjórða sætið með stæl og fylgir þar með Man. City, Liverpool og Chelsea í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Í lokaumferðinni bjargaði Leeds United sér þá frá falli á meðan Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley þurftu að bíta í það súra epli að fylgja Watford og Norwich City niður í B-deild, en þau voru bæði þegar fallin fyrir margt löngu.

Völlurinn á Símanum Sport tók saman lokasyrpu þar sem tímabilið 2021/2022 er formlega kvatt og má sjá hana í spilaranum hér að ofan.

Þættir