Lífeyrir öryrkja ætti að vera 30% hærri

INNLENT  | 23. maí | 9:33 
Ef vilji löggjafans frá því rétt fyrir aldamót hefði haldið þá væru lífeyrisgreiðslur öryrkja að meðaltali um þrjátíu til fjörutíu prósent hærri en þær eru í dag. Þannig ætti lífeyristaki sem er er njóta fulls lífeyris að fá 112 þúsund krónum meira á mánuði í dag en raun ber vitni.

Ef vilji löggjafans frá því rétt fyrir aldamót hefði haldið þá væru lífeyrisgreiðslur öryrkja að meðaltali um þrjátíu til fjörutíu prósent hærri en þær eru í dag. Þannig ætti lífeyristaki sem er er njóta fulls lífeyris að fá 112 þúsund krónum meira á mánuði í dag en raun ber vitni.

Í lok síðustu aldar voru sett ákvæði inn í lög um almannatryggingar sem áttu að tryggja að lífeyrir öryrkja myndi halda í við þróun lágmarkslauna og eða verðþróun í landinu. Þetta er hin margnefnda 69. grein laganna og hefur verið vitnað til hennar sem tvöfalda lássins sem átti að tryggja áðurnefnda þróun. Kolbeinn H. Stefánsson dósent við Háskóla Íslands hefur tekið saman skýrslu þar sem horft er til þeirra áhrifa og niðurstöðu þar sem þessir svokölluðu lásar héldu ekki og til varð sú mikla kjaragliðnun sem Öryrkjabandalag Íslands og fleiri hafa bent á.

Kolbeinn er gestur Dagmála í dag og ræður skýrsluna og niðurstöður hennar í Dagmálaþætti dagsins.  Hann segir átakanlegt að horfa upp á þessa niðurstöður.

Þættir