Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Baltasars

FÓLKIÐ  | 25. maí | 16:03 
Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd leikstjórans Baltasars Kormáks er komin á netið. Kvikmyndin ber titilinn Beast og fer stórleikarinn og Íslandsvinurinn Idris Elba með aðalhlutverk í myndinni.

Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd leikstjórans Baltasars Kormáks er komin á netið. Kvikmyndin ber titilinn Beast og fer stórleikarinn og Íslandsvinurinn Idris Elba með aðalhlutverk í myndinni. 

Kvikmyndin fjallar um það þegar tvær táningsstúlkur og faðir þeirra komast í hann krappan þegar gríðarstórt ljón ákveður að sýna þeim hvaða dýr sé efst í fæðukeðjunni á grassléttunni. 

Auk Elba fara Sharlto Cople, Leah Jeffries og Iyana Halley með aðalhlutverk. 

Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi 10. ágúst.

Þættir