Leit upp til himna og öskraði til móður sinnar

ÍÞRÓTTIR  | 25. maí | 18:04 
„Mamma sagði oft við mig að hún ætti erfitt með að díla við lífið edrú því það væri svo sárt,“ sagði knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

„Mamma sagði oft við mig að hún ætti erfitt með að díla við lífið edrú því það væri svo sárt,“ sagði knattspyrnumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Guðlaugur Victor, sem er 31 árs gamall, missti móður sína Ástu Mörtu Róbertsdóttur úr fíknisjúkdómi árið 2020.

Guðlaugur Victor hefur sjálfur barist við fíkn í sínu lífi en hann er í dag samningsbundinn Schalke í Þýskalandi sem tryggði sér sæti í efstu deild Þýskalands á dögunum.

„Mamma var alltaf mjög stolt af mér og hún reyndi sitt besta í sínu hlutverki sem bæði móðir og persóna, ég veit það,“ sagði Guðlaugur Victor.

„Hún var æðisleg kona þegar hún var edrú og fíkillinn var ekki mamma mín. Þegar lokaflautið gall í leiknum gegn St. Pauli þar sem við tryggðum okkur upp um deild þá leit ég upp til himna og öskraði til hennar,“ sagði Guðlaugur Victor meðal annars.  

Viðtalið við Guðlaug Victor í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

Þættir