Spilar á móti stelpum sem hún passaði á leikskóla

ÍÞRÓTTIR  | 23. júní | 16:53 
„Ég er að spila á móti stelpum sem ég passaði á leikskóla,“ sagði Sif Atladóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

„Ég er að spila á móti stelpum sem ég passaði á leikskóla,“ sagði Sif Atladóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Sif, sem er 36 ára gömul, gekk til liðs við Selfoss í Bestu deildinni í desember á síðasta ári eftir rúmlega tólf ár í atvinnumennsku í Þýskalandi og Svíþjóð.

„Ég er að spila með einni sem er fædd 2006 og við eigum mynd af okkur saman frá því hún var 11 ára gömul. Það er því skemmtileg hringrás að myndast hérna,“ sagði Sif meðal annars.

Sif er í nærmynd í sjötta þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Dætur Íslands: Sif Atladóttir

Þættir