„Geggjaðir fulltrúar Íslands á erlendri grundu“

ÍÞRÓTTIR  | 23. júní | 16:54 
„Núna erum við með stelpur í Bayern, Sveindís er í Wolfsburg og Dagný er í West Ham,“ sagði Sif Atladóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

„Núna erum við með stelpur í Bayern, Sveindís er í Wolfsburg og Dagný er í West Ham,“ sagði Sif Atladóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Sif, sem er 36 ára gömul, snéri heim til Íslands í lok síðasta árs eftir rúmlega tólf ár í atvinnumennsku en hún á að baki 88 A-landsleiki og er á leið á sitt fjórða stórmót með kvennalandsliðinu.

„Þetta eru geggjaðir fulltrúar okkar erlendis og stelpurnar sem eru í yngri flokkunum núna sjá stærra tækifæri í því að taka skrefið út núna,“ sagði Sif meðal annars.

Sif er í nærmynd í sjötta þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Dætur Íslands: Sif Atladóttir

Þættir