Verkefni sem stendur mér mjög nærri

ÍÞRÓTTIR  | 24. júní | 13:15 
„Þetta er verkefni sem stendur mér mjög nærri,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi markvörður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, þegar hann ræddi nýjustu auglýsingu N1 fyrir Evrópumót kvenna sem hefst hinn 6. júlí á Englandi.

„Þetta er verkefni sem stendur mér mjög nærri,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi markvörður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, þegar hann ræddi nýjustu auglýsingu N1 fyrir Evrópumót kvenna sem hefst hinn 6. júlí á Englandi.

Glódís Perla: Ekki á minni vakt!

Hannes Þór, sem á að baki 77 A-landsleiki, leikstýrði auglýsingunni en hann fór á tvö stórmót með íslenska karlalandsliðinu, EM 2016 í Frakklandi og HM 2018 í Rússlandi.

Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður kvennalandsliðsins, er í aðalhlutverki í auglýsingunni en þar er henni fylgt eftir allt frá því að hún var að stíga sín fyrstu skref með HK í Kópavogi.

Glódís er í dag samningsbundin Bayern München en hún hefur lagt mikið á sig til þess að komast á þann stað sem hún er í dag.

„Það var auðvelt fyrir mig að skrifa auglýsinguna enda leitaði ég mikið í minn eigin reynslubanka,“ sagði Hannes.

„Við vorum að leita að Glódísi á tveimur aldursskeiðum þannig að við fórum á stúfana í leit að fótboltastelpum með svipuð einkenni og Glódís,“ sagði Hannes meðal annars.

Dætur Íslands: Glódís Perla Viggósdóttir

Þættir